Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með tölvupósti dags. 14. janúar 2013.

Skoða frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Velferðarnefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík


Reykjavík, 14. janúar 2013

Efni: Frumvarp til laga um tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak (bann við sölu skrotóbaks), 499. mál. 

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 21. desember 2012, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna telur mikilvægt að efla forvarnir gegn tóbaksnotkun og setja skorður við útbreiðslu tóbaks meðal ungs fólks. Ofangreindu frumvarpi er meðal annars ætlað að vinna gegn tóbaksnotkun ungs fólks og takmarka framboð á tóbaksvörum sem er sértsaklega beint til þeirra. Umboðsmaður barna fagnar því frumvarpinu og vonar að það verði að lögum.

Virðingarfyllst,
    
____________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna