Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til umferðarlaga, 179. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til umferðarlaga, 179. mál. Málið var sent til umsagnar á 138. og 139. þingi en nefndin lauk ekki umfjöllun um það en ákveðið var að gefa þeim aðilum, sem sendu athugasemdir þá, kost á að senda viðbótar umsögn um málið. Umboðsmaður barna sendi umsögn sína með bréfi dags. 23. október.

Skoða frumvarp til umferðarlaga, 179. mál
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Umhverfis- og Samgöngunefnd Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 23. október 2012

Efni: Frumvarp til umferðarlaga, 179. mál.

Umboðsmaður barna ítrekar fyrri umsögn sína við frumvarp til umferðarlaga, sem send var Nefndasviði Alþingis í júní 2010, sjá hér

Þar að auki vill umboðsmaður barna koma á framfæri áhyggjum sínum af því að öryggi barna sé ekki nægilega tryggt í strætisvögnum. Umboðsmaður hefur fengið fjölmargar ábendingar um að strætisvagnar séu notaðir í stað langferðabifreiða við skólaakstur og við ferðir á milli sveitarfélaga. Ljóst er að töluvert skortir upp á öryggi í strætisvögnum, til dæmis hvað varðar öryggisbelti og farþegasæti. Umboðsmaður barna telur mikilvægt að umferðarlög tryggi betur öryggi barna að þessu leyti.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna