Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu), 692. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu), 692. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 18. maí 2012.

Skoða frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu), 692. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis,
Velferðarnefnd Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík


Reykjavík 18. maí 2012
UB: 1205/4.1.1


Efni: Frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu), 692. mál.

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis hinn 9. maí, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp. Umboðsmaður barna þakkar fyrir það tækifæri að fá að koma með athugasemdir við frumvarpið.


Umboðsmaður barna fagnar því að markvisst sé unnið að því að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk en vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir en jafnframt skal þeim tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, sbr. 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar.


Frumvarpið tekur á réttindagæslu fullorðinna með fötlun en virðist ekki ná beint til fatlaðra barna. Börn með fötlun búa langflest heima með foreldrum sínum en sækja skóla eins og lög gera ráð fyrir auk þess sem mörg þeirra fara tímabundið í skammtímavistun. Óljóst er hvort frumvarpið nái til skóla og skammtímavistunar og því er brýnt að skýrar verði kveðið á um ábyrgð þessara stofnana til að gera viðeigandi ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu þeirra.

 

Virðingarfyllst,

________________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna