Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um hitaeingamerkingar á skyndibita, 24. mál.

Atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um hitaeingamerkingar á skyndibita, 24. mál. Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda sendu sameiginlega umsögn með bréfi dags. 21. nóvember 2011.

Skoða tillögu til þingsályktunar um hitaeingamerkingar á skyndibita, 24. mál.
Skoða feril málsins
.

Sameiginleg umsögn umboðsmanns barna og talsmanns neytenda

Nefndasvið Alþingis
Atvinnuveganefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 21. nóvember 2011
UB:1111/4.1.1

Efni: Umsögn talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um þingsályktun um hitaeiningamerkingar á skyndibita, 24. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 15. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn um ofangreinda þingsályktunartillögu.

Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna hafa lengi haft áhyggjur af því alvarlega vandamáli sem offita og afleiðingar hennar geta haft. Þess vegna eru embættin hlynnt því að neytendum sé auðveldað að átta sig á hitaeiningainnihaldi matarskammta með reglum um hitaeiningamerkingar á skyndibita. Hins vegar vilja embættin vekja athygli á þeim skilgreiningarvanda sem gæti fylgt slíkum reglum og hvar mörkin liggja á milli matsölustaða sem selja skyndibita og annarra matsölustaða. Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna velta því þar af leiðandi fyrir sér hvort tilefni sé til að leggja þá skyldu á alla matsölustaði að gerð sé grein fyrir hitaeiningainnihaldi á seldum mat.

Að lokum vilja talsmaður neytenda og umboðsmaður barna leggja áherslu á að embættin hafi unnið ötullega síðustu árin að norræna hollustumerkið, Skráargatið, verði innleitt hér á landi. Er ofangreind tillaga í samræmi við markmið þess að leiðbeina fólki að hollari matvælum.


Virðingarfyllst,

Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna