Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp um breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 88 mál.

Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp um breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 88 mál. Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með bréfi dags. 28. október 2011.

Skoða frumvarp um breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 88 mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 28. nóvember 2011
UB: 1111/4.1.1

Efni:  Frumvarp um breytingu á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 88 mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 11. nóv. sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna fær reglulega athugasemdir frá foreldrum og öðrum vegna útihátíða. Athugasemdirnar varða oft hvernig eftirliti og öryggi er háttað á útihátíðum. Reynslan sýnir okkur að hlutverk lögreglu er mjög mikilvægt á þessum viðburðum enda eiga sér þar oft stað ýmis afbrot sem varða börn með einhverjum hætti.  Ef umrætt frumvarp verður að veruleika er brýnt að tryggja að almenn löggæsla, hvar sem á landinu, skerðist ekki.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna