Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með bréfi dags. 16. febrúar 2011.

Skoða tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál.
Skoða feril málsins
.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Félags- og tryggingamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík


Reykjavík, 16. febrúar 2011
UB:1102/4.1.1

Efni: Þingsályktun um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 1. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda þingsályktunartillögu.

Umboðsmaður barna fagnar öllum aðgerðum sem miða að því að auka jafnrétti. Umboðsmaður barna er ánægður með nýja uppsetningu áætlunarinnar og vonar að hún auðveldi framkvæmd og eftirlit með þeim verkefnum sem að er stefnt.
 
Umboðsmaður barna fagnar sérstaklega þeirri áherslu sem áætlunin leggur á jafna fjölskylduábyrgð, aðgerðir gegn kynbundu ofbeldi og mansali og menntun og jafnréttisfræðslu. Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af þeim staðalímyndum um hlutverk kynjanna sem birtast í nýlegum rannsóknum meðal barna og unglinga. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd áætlun í jafnréttismálum muni stuðla að breyttu viðhorfi og vera liður í því að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri.

Virðingarfyllst,
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna