Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir - reykingabann, 388. mál.

Skoða frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir - reykingabann, 388. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10,
150 Reykjavík

Reykjavík, 21. febrúar 2006
Tilvísun: UB 0602/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, 388. mál, reykingabann.

Vísað er til bréfs heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, dagsett 6. febrúar 2006, þar sem óskað er eftir umsögn um ofangreint frumvarp.

Markmið frumvarpsins er að vernda almenning gegn skaðsemi óbeinna reykinga og  tryggja starfsmönnum veitinga- og skemmtistaða heilsusamlegt vinnuumhverfi í samræmi við almenn vinnuverndarsjónarmið. Með vísan til þessa styður undirrituð framkomið frumvarp og væntir þess að það verði samþykkt á hinu háa Alþingi.

Virðingarfyllst,

________________________
 Ingibjörg Rafnar