Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um ofbeldisdýrkun og framboð ofbeldisefnis

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 7. júní 2001
Tilvísun: UB 0106/4.1.1

 Efni: Tillaga til þingsályktunar um ofbeldisdýrkun og framboð ofbeldisefnis

Vísað er til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dagsett 21. maí 2001, þar sem óskað er eftir umsögn minni um ofangreinda tillögu.

Tillaga þessi hefur þrívegis áður verið lögð fram á Alþingi og veitti ég umsögn mína um hana í bréfi til allsherjarnefndar, dagsettu 3. desember 1998. Áður hafði ég skrifað bréf, dagsett 13. febrúar 1997, til Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns, sem var flutningsmaður tillögunnar ásamt Sigríði Jóhannesdóttur alþingismanni. Þar fagnaði ég því að umrædd tillaga væri komin fram.

Af þessu tilefni vil ég taka fram að ég hef allt frá stofnun embættis umboðsmanns barna fyrir sex árum, hvatt til þess að mótuð yrði opinber heildarstefna í málefnum barna og unglinga yngri en 18 ára, og á grundvelli þeirrar stefnumótunar yrði gerð framkvæmdaáætlun til nokkurra ára. Þörfin fyrir langtíma, opinbera heildararstefnu með skýr markmið er rík, m.a. til að koma í veg fyrir handahófskennd vinnubrögð í málefnum barna og unglinga. Þingsályktun um heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga var samþykkt á Alþingi 11. maí sl. og fagna ég því sérstaklega.

Þingsályktunartillögu þá, sem hér er til umsagnar tel ég ákaflega þarfa, sem lið í mótun heildstæðrar stefnu í málefnum barna og unglinga á Íslandi. Mikilvægt er að framkvæmdaáætlun um að draga út framboði ofbeldisefnis verði unnin á breiðum grundvelli og af sérfræðingum á ólíkum sviðum. Þá tel ég mikilvægt að hafa í huga að jafnvel þó margir aðilar komi að gerð áætlunarinnar er nauðsynlegt að tiltaka sérstaklega, hver það er sem ber ábyrgð á verkinu og fyrir hvaða tíma það skuli unnið.

Að öðru leyti árétta ég fyrri umsögn og ummæli í fyrrgreindu bréfi, en ljósrit umsagnarinnar og bréfsins ásamt fylgigögnum þess fylgja hér með.

Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal