Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 7. desember 1999
Tilvísun: UB 9912/4.1.1

 Efni: Tillaga til þingsályktunar um aðild að Haagsamningi um vernd barna og ættleiðingu milli landa 

Í 21. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 20. nóvember 1989 er að finna ákvæði, sem fyrst og fremst er ætlað að tryggja, að við ættleiðingu barns sé ætíð haft í huga það sem barninu er fyrir bestu. Það er með öðrum orðum grundvallarregla við ættleiðingu að hagsmunir þeirra barna, sem hlut eiga að máli, skuli teknir fram yfir hagsmuni annarra.

Samkvæmt c - lið 21. gr. skuldbinda samningsríki sig til þess að tryggja að barn, sem ættleitt er milli landa, njóti sömu verndar og börn sem ættleidd eru innanlands, og um það gildi sömu reglur. Þá segir ennfremur að til að ná markmiðum nefndrar 21. gr. skuli koma á tvíhliða eða marghliða samningum. Sáttmálinn um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu barna milli landa, sem undirritaður var í Haag í Hollandi 29. maí 1993, er af þessum meiði.

Með vísan til ofangreinds fagna ég því framkominni tillögu til þingsályktunar enda tel ég það fyllilega tímabært að Ísland gerist aðili að nefndum sáttmála.  [...]

Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal