Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Verkefni

Ungmennaráð sveitarfélaga - könnun

Staðan á ungmennaráðum sveitarfélaga

 

Virk þátttaka barna í lýðræði er mikilvæg, hún á þátt í að efla þroska og  lýðræðisvitund barna og getur veitt þeim sem eldri eru einstaka sýn barna á sitt nánasta umhverfi. Í æskulýðslögunum sem samþykkt voru á Alþingi þann 28. mars 2007 var í fyrsta skipti lagt að sveitarstjórnum að hlutast til um að stofnuð yrðu ungmennaráð í sveitarfélögum. Það ákvæði kemur fram í 11. gr. Æskulýðslaga nr. 70/2007 og er svohljóðandi:

Sveitarstjórnir setja sér reglur um á hvern hátt stuðningi við frjálst æskulýðsstarf skuli háttað. Sveitarfélög hafa starfandi æskulýðsnefndir eða sambærilegar nefndir samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. 

Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð.

 

Ungmennaráð eru mikilvægur þáttur til að koma sjónarmiðum barna á framfæri á vettvangi sveitarfélaga. Þau veita tækifæri til að hafa samráð við börn áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar í málum sem varðar þau sjálf. Þátttaka ungmenna í ungmennaráðum byggir á því að börn eiga rétt á því að koma skoðunum sínum á framfæri í málum sem þau varða, sem er í samræmi við 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hljóðar eftirfarandi:

1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.

2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð.

Þegar kemur að málefnum sem varðar börn og ungmenni er það skýr krafa að þau sjálf fái að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en ákvörðun er tekin sem hefur jafnvel bein áhrif á hag barna og ungmenna í sveitarfélaginu.

Könnun á stöðu ungmennaráða

Frá árinu 2008 hefur umboðsmaður barna sent út könnun til sveitarfélaga þar sem óskað hefur verið eftir upplýsingum hvort starfandi væri ungmennaráð. Á vormánuðum 2017 óskaði umboðsmaður á ný eftir þeim upplýsingum frá öllum sveitarfélögunum, sem eru 74, með boð um þátttöku í rafrænni könnun. Viðbrögð sveitarfélaga voru almennt nokkuð góð en til að fá sem besta svörun var hringt í þau sveitarfélög sem ekki höfðu svarað innan þess frests sem gefin var í upphafi.

Að þessu sinni voru einungis leitað svara við þremur spurningum. Þær voru:

  1. Er ungmennaráð starfandi hjá ykkar sveitarfélagi?
  2. Ef já, Hver er tengiliður sveitarfélagsins við ungmennaráðið (nafn og netfang)?
  3. Ef ungmennaráð er ekki starfandi, stendur þá til að stofna slíkt ráð?

 

Staðan núna

Alls eru 74 sveitarfélög starfandi og af þeim eru 43 sveitarfélög með ungmennaráð og 31 sveitarfélag sem hafði ekki ungmennaráð á sinni könnu. Meðal þeirra sem hafði ekki ungmennaráð höfðu 13 sveitarfélög í hyggju að setja á stofn ungmennaráð, sjá töflu 1.

 Tafla1

Staðan er hins vegar önnur þegar litið er til íbúafjölda sveitarfélaga, þá kemur í ljós að ungmennaráð eru starfandi  í þeim sveitarfélögum sem telja um 95% íbúa, sjá töflu 2. Ungmennaráð eru því starfandi í öllum stærstu sveitarfélögum. 

 Tafla2

 

Sveitarfélög með ungmennaráð 2017

 

Akranes Kópavogur
Akureyri Mosfellsbær 
Bláskógabyggð Norðurþing
Blönduósbær Rangárþing eystra
Bolungarvíkurkaupstaður Rangárþing ytra
Borgarbyggð Reykjanesbær
Dalabyggð Reykjavíkurborg
Dalvíkurbyggð Sandgerði
Djúpavogshreppur Seltjarnarnesbær
Eyjafjarðarsveit Seyðisfjörður
Fjallabyggð Skeiða- og Gnúpverjarheppur
Fjarðabyggð Snæfellsbær
Fljótsdalshérað Strandabyggð
Flóahreppur Stykkishólmur
Garðabær Sveitarfélagið Árborg
Grindavíkurbær Sveitarfélagið Garður
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarfélagið Hornafjörður 
Grundarfjörður Sveitarfélagið Skagafjörður
Hafnarfjarðarbær Sveitarfélagið Vogar
Hrunamannahreppur Sveitarfélagið Ölfus
Húnaþing vestra Vesturbyggð 
Hveragerðisbær  

 

Sveitarfélög sem ekki hafa ungmennaráð

 

Akrahreppur Kaldrananeshreppur
Árneshreppur Kjósahreppur
Borgarfjarðarhreppur Mýrdalshreppur
Breiðdalshreppur Reykhólahreppur
Eyja- og Miklaholtshreppur Skagabyggð
Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur.
Helgafellssveit Súðavíkurhreppur
Hvalfarðarsveit Svalbarðshreppur
Hörgársveit Tjörneshreppur

Sveitarfélög sem hafa ekki ungmennaráð en hyggjast setja þau á stofn

 

Asahreppur Svalbarðsstrandarhreppur
Grýtubakkahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd
Húnavatnshreppur Tálknafjarðarhreppur
Ísafjarðarbær Vestmannaeyjabær
Langanesbyggð Vopnafjarðarhreppur
Skaftárhreppur Þingeyjarsveit 
Skútustaðahreppur  

 

Samanburður við fyrri ár

Umboðsmaður barna hefur tekið stöðuna á fjölda ungmennaráða hjá sveitarfélögum með reglulegu millibili frá árinu 2008. Á þeim tíma hefur nokkur fjölgun hefur verið á ungmennaráðum sveitarfélaga frá því að ný lög tóku gildi 2007. 

 

 

Síðan verður uppfærð

 

Netfangalisti - tengiliðir ungmennaráða sveitarfélaga (listi frá 27. júní 2017)

 

Viltu koma einhverju á framfæri varðandi ungmennaráð sveitarfélaga, hafðu samband við vefstjóra síðunnar