Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Krakkakosningar

Forsetakosningar 2016

Í aðdraganda forsetakosninganna 25. júní sl. stóðu KrakkaRÚV og umboðsmaður barna fyrir forsetakosningum barna til þess að gefa börnum  tækifæri á því að láta skoðanir sínar á frambjóðendum í ljós.

Öllum bekkjum í öllum skólum landsins var boðið að taka þátt og tóku tæplega 2.500 börn þátt, sem eru yfir 5% barna á grunnskólaaldri. Auk þess að senda bréf til skólanna var verkefnið kynnt með sýningu á þessu myndbandi.

Leiðbeiningar um verkefnið og kynningarefni var sett á vef KrakkaRúv og var umboðsmaður barna í sambandi við þá kennara sem vantaði frekari upplýsingar eða ráð. 

Allir frambjóðendur útbjuggu um 60 sekúndna myndband til þess að kynna sig og sína stefnu, ásamt því að svara nokkrum spurningum frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna.  Myndböndin voru svo sýnd í skólum, ásamt kynningarmyndbandi á forsetaembættinu. Í framhaldi af því fengu börnin tækifæri til að kjósa sinn frambjóðanda á sérstökum eyðublöðum sem var skilað í sérstaka vefgátt hjá KrakkaRÚV.  Hér á vefsvæði KrakkaRÚV er hægt að sjá kynningu á öllum forsetaframbjóðendum.

Niðurstöður

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir sem er í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir hjá KrakkaRÚV kynntu svo niðurstöður krakkakosninganna á kosningavöku  RÚV. Guðni Th. Jóhannesson bar þar sigur úr býtum eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Krakkaruv Nidurstodur 2016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úrslit Krakkakosninga 23. júní 2016

 

 

  

Fræðslumyndband um forsetaembættið sem framleitt var í tengslum við Stjórnlög unga fólksins.