Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Verkefni

Krakkakosningar

Samstarfsverkefni

Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að hlusta á börn og veita þeim raunverulegt tækifæri til þess að hafa áhrif í samfélaginu. 

Krakkakosningar er samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRÚV. Markmið þess er að gefa börnum í grunnskóla kost á því að taka þátt í kosningum og kjósa eftir sinni eigin sannfæringu. Um leið fá þau fræðslu um kosningar og þau framboð og frambjóðendur sem í boði eru. 

Af hverju eru Krakkakosningar svo mikilvægar?

  • Það þjálfar börn í því að taka þátt í lýðræðissamfélagi
  • Það veitir meiri áherslu á börn, réttindi þeirra og þarfir.
  • Það vekur athygli á rétt barna til að fá upplýsingar
  • Það vekur athygki á rétti barna til til að tjá sig samkvæmt 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
  • Það eykur áhuga ungs fólks á kosningum og ýtir undir kosningaþátttöku þess

Framkvæmd Krakkakosninga

Starfsfólk umboðsmanns barna hélt utan um þátttöku skóla og framboða. Framboð voru upplýst um verkefnið og beðin um að skila stuttri kynningu um sjálft sig og svara spurningum frá  Ráðgjafarhópi umboðsmanns barna. 

Gott samstarf við grunnskóla er mikilvæg forsenda þess að verkefni eins og Krakkakosningar gangi vel. Sendir voru tölvupóstar til allra grunnskóla og þeim greint frá verkefninu og fyrirkomulagi þess. Ekki var gerð krafa að senda inn bindandi skráningu. 

Hér eru nánari upplýsingar um krakkakosningar í kringum forsetakosningarnar 2016

Hér má sjá nánari upplýsingar um krakkakosningar til Alþingis í október 2016

 

4 Hafa Ahrif