Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Um embættið

Verkefni

teiknimynd, krakkar tala í hljóðnema

Helstu verkefni

Með hliðsjón af hlutverki umboðsmanns barna má segja að helstu verkefni hans séu:

 • Leiðbeiningar, ráðgjöf og aðstoð við þá sem leita til embættisins, t.d. um það hver er réttur barns og hvernig er hægt að ná honum fram í viðkomandi máli.
 • Fræðsla um réttindi barna.
 • Samskipti við börn um það sem þeim þykir mikilvægt, t.d. í heimsóknum eða á fundum ráðgjafarhóps umboðsmanns.
 • Samskipti við fagfólk og félagasamtök sem vinna að málefnum barna á ýmsum sviðum.
 • Samskipti við stjórnvöld, t.d. tillögur, álit, ábendingar og beiðni um upplýsingar til ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga.
 • Samskipti við Alþingi, t.d. umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur og fundir með nefndum Alþingis.
 • Samskipti við fjölmiðla um málefni barna á almennum grundvelli.

Ef umboðsmaður barna telur að hagsmunir og réttindi barna séu ekki virt, t.d. í stjórnsýslunni, byrjar hann yfirleitt á því að spyrjast fyrir um málið, annaðhvort formlega eða óformlega. Ef umboðsmaður telur tilefni til að bregðast við kemur hann ábendingum eða áskorunum á framfæri við viðkomandi, annaðhvort formlega með bréfi eða símleiðis (t.d. þegar verslanir eða þjónustuaðilar koma illa fram við börn). Slíkar ábendingar eru svo eftir atvikum ítrekaðar með ýmsum leiðum t.d. fundum eða öðrum bréfum. Hér eru dæmi um nokkur bréf:

 • Bréf til innanríkisráðherra og félagsmálaráðherra um börn sem hafa brotið af sér.
 • Bréf til velferðarráðuneytisins um skort á úrræðum fyrir börn með tví- eða fjölþættan vanda.
 • Bréf til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkissaksóknara um meðferð máls sem varðar ofbeldi á ungbarnaleikskóla.
 • Bréf til Fjölmiðlanefndar um aðgang barna að kvikmyndum og tölvuleikjum.
 • Bréf til Þjóðskrár vegna nafnabreytinga barna.
 • Bréf til foreldrafélaga og skólastjóra um aðbúnað og öryggi í leik- og grunnskólum.
 • Bréf til sýslumanna og úrskurðanefnda um möguleika barna til að leita réttar síns sjálfs og skipun sérstaks lögráðamanns.
 • Bréf til velferðarráðherra vegna skorts á meðferðarúrræði fyrir börn með vímuefna- og afbrotavanda.
 • Bréf til Sjúkratrygginga Íslands um tannlæknaþjónustu.
 • Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um lengda viðveru (heilsdagsskóla).
 • Bréf til ríkissaksóknara um rétt til barna til upplýsinga um eigin sakaferil.
 • Bréf til velferðarráðherra vegna sálfræðiþjónustu fyrir börn á heilsugæslustöðvum.
 • Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um málefni barna sem eru heyrnarskert eða heyrnarlaus.
 • Bréf til innanríkisráðherra vegna fjármagns til að tryggja að breytingar á barnalögum komi til framkvæmda.
 • Bréf til velferðarráðherra vegna HPV bólusetningar.
 • Bréf til fagráðs eineltismála í grunnskólum vegna verklags.
 • Bréf til innanríkisráðherra vegna aðfarargerða á börnum.
 • Bréf til velferðarráðherra vegna greiðslna til foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna.

Forgangsröðun

Þar sem embættið er fáliðað þarf að fara fram ákveðin forgangsröðun. Þegar umboðsmaður barna metur hvort hann taki mál til nánari skoðunar lítur hann meðal annars til eftirfarandi sjónarmiða:

 • Hefur mál almenna skírskotun eða varðar fjölda barna?
 • Er um að ræða málefni sem fáir eru málsvarar fyrir eða eru að vekja athygli á?
 • Er um að ræða alvarlegt brot á grundvallarréttindum barna, þó að um eitt tilvik sé að ræða?

Erindi frá börnum eru alltaf afgreidd á undan öðrum erindum.

Nýleg verkefni

Dæmi um nýleg verkefni sem umboðsmaður hefur ákveðið að taka að sér, annað hvort að eigin frumkvæði eða eftir að hafa fengið ábendingar um:

 • Krakkakosningar - samstarf við KrakkaRÚV.
 • Álit um aðgerðir á intersex börnum
 • Barnasáttmálinn í myndum
 • Börn alkóhólista - sérfræðingahópur
 • Hvenær ráða börn sjálf?
 • Börn með sérþarfir.
 • Stjórnlög unga fólksins.
 • Álit um umskurð ungra drengja.
 • Lýðræði í leik- og grunnskólum.
 • Hávaði í námsumhverfi barna.
 • Öryggi og aðbúnaður í umhverfi barna.
 • Könnun á störfum ungmennaráða (2009, 2011,  2013 og 2015).
 • Greiðsla tryggingabóta til barna.
 • Könnun á fjölda og framkvæmd aðfarargerða á börnum.
 • Skýrsla til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
 • Verum vinir.
 • Hvernig er að vera barna á Íslandi?
 • Ýmis samstarfsverkefni s.s. Stjórnlög unga fólksins og Barnasáttmáli.is.

Nánari upplýsingar um þau mál sem tekin hafa verið til meðferðar hjá umboðsmanni barna má finna í ársskýrslum embættisins en þær eru birtar hér á síðunni undir liðnum Útgefið efni.