Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Um embættið

Um merki umboðsmanns barna

Skýringar hönnuða merkis umboðsmanns barna

Lógó umboðsmanns barnaUmboðsmaður barna á Íslandi er eins og nafnið gefur til kynna verndari ungra Íslendinga.  Hann vinnur að bættum hag barna og ungmenna allt að 18 ára aldri og stendur vörð um hagsmuni, réttindi og þarfir þeirra bæði gagnvart opinberum aðilum og einkaaðilum á öllum sviðum samfélagsins.

Merki umboðsmanns barna á Íslandi sýnir tvær kríur á flugi. Stærri fuglinn fer fyrir þeim yngri og óreyndari. Eðlisþættir kríunnar hafa ákveðna skírskotun í hlutverk embættis umboðsmanns barna. Kríur eru langt að komnar - boðberar vonar um betri tíð. Þrátt fyrir smæð sína eiga þær til aðdáunarverðan kraft og láta engan vaða yfir sig. Aðrir fuglar keppast um að verpa í nágrenni við kríur enda verja þær varpsvæði sín og unga af mikilli harðfylgni.