Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Um embættið

Samstarf

Teiknimynd af stjörnumInnlent samstarf

Hjá umboðsmanni barna starfa einungis fjórir starfsmenn og er því mikilvægt fyrir embættið að eiga gott samstarf við aðra aðila sem vinna að málefnum barna.

Umboðsmaður barna leitar reglulega eftir áliti hjá sérfræðingum á ýmsum sviðum, svo sem starfsfólki stofnana, félagasamtaka eða annarra fagaðila.

Á undanförnum árum hefur umboðsmaður átt sæti í Náum áttum hópnum, SAMAN hópnum, Barnahópi velferðarvaktarinnar og  tekið þátt í starfi Hoff-hópsins. Auk þess hefur hann unnið að ýmis konar verkefnum með UNICEF á Íslandi, Barnaheillum, Námsgagnastofnun, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands (RÁS, RBF og RannUng), Háskólanum í Reykjavík, talsmanni neytenda, UMFÍ, Miðstöð slysavarna barna o.fl.

Alþjóðlegt samstarf

Mikið samstarf hefur verið milli hinna norrænu embætta umboðsmanna barna og má m.a. nefna árlega fundi norrænna umboðsmanna barna. Þessir fundir hafa reynst ákaflega mikilvægir í starfi embættanna en starf umboðsmanns barna er þess eðlis að hann verður að vinna að mestu óháð öðrum stofnunum samfélagsins. Það er því mikils um vert að geta með þessum hætti haft samráð við aðra sem vinna við sömu eða svipaðar kringumstæður.

Á Norðurlöndunum eru neðangreind embætti eða stofnanir starfandi:

Í ýmsum öðrum löndum heims er að finna svipuð embætti og fer þeim fjölgandi með hverju árinu sem líður.

Umboðsmaður barna á Íslandi er aðili að ENOC (European Network of Ombudspersons for Children eða tengslanet umboðsmanna barna í Evrópu). Meginmarkmið tengslanetsins hefur frá upphafi verið að bæta líf allra barna í Evrópu. Haldnir eru fundir árlega þar sem málefni barna og unglinga eru rædd frá ýmsum hliðum.

Árið 2018 voru aðilar að ENOC 34 talsins. Nánar á vef ENOC