Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Um embættið

Fjölmiðlar

Samstarf við fjölmiðla

Umboðsmaður barna vill eiga gott samstarf við fjölmiðla og veita þeim eins góðar upplýsingar og mögulegt er, t.d. um þau lög eða reglur sem gilda á þeim sviðum sem fjölmiðlar hafa áhuga á að fjalla um og hvaða leiðir eru í boði til að ná fram réttindum barna.

Hvað getur umboðsmaður barna tjáð sig um?

Umboðsmaður getur tjáð sig um stöðu mála almennt séð út frá réttindum, hagsmunum og þörfum barna. Þá getur hann í sumum málum miðlað til fjölmiðla þeim skoðunum og áhyggjum sem börn hafa komið á framfæri við umboðsmann.

Umboðsmaður getur hins vegar ekki tjáð sig um einstök börn eða fjölskyldur þeirra, deilumál eða mál sem þegar eru til meðferðar innan stjórnsýslunnar. Í einstaka málum er þó mögulegt að gera undantekningu á þessu, t.d. þegar ljóst er að ákvarðanir sem teknar eru fyrir barn ganga þvert á hagsmuni viðkomandi barns og barna almennt.

Hvernig hef ég samband?

Til að hafa samband er best að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hringja í síma 552 8999. Hjá embættinu starfa þrír starfsmenn auk umboðsmanns sjálfs.

Umboðsmaður barna heitir Salvör NordalHér er fjallað um hlutverk og helstu verkefni umboðsmanns barna.

Logo og myndir

Hér  er logo umboðsmanns barna á vektorformi.

Hér er logo umboðsmanns barna á JPG-formi.