Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Spurt er ...

Mega börn kaupa utanlandsferðir?

Mega börn kaupa sér ferðir til útlanda?

Svar umboðsmanns barna:

Í íslenskum lögum er ekkert sem beinlínis bannar ferðaskrifstofum eða flugfélögum að selja börnum farseðla til annarra landa. Hins vegar er fjallað um forsjárskyldu og inntak forsjár í 28. gr. barnalaga og þar segir að forsjá barns feli í sér rétt og skyldu fyrir foreldra til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Þar að auki kemur fram í 4. gr. laga um vegabréf nr. 136/1998 að forsjáraðilar þurfi að samþykkja útgáfu vegabréfs til barns undir 18 ára aldri.

Verður því að teljast æskilegt að haft sé samráð við foreldra þegar börn vilja kaupa sér farmiða til annarra landa. Foreldrar geta auk þess bannað börnum sínum að fara til útlanda óháð því hvort að þeim hefur verið heimilt að kaupa flugmiða. Það gæti t.d. átt við þegar foreldrar geta ekki tryggt öryggi barna sinna í útlöndum eða á leiðinni á áfangastað. Í þessu sambandi er þó mikilvægt að árétta að foreldrar hlusti á börn sín og taki tillit til skoðana þeirra eftir aldri og þroska.