Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Spurt er ...

Teiknimynd réttindi og ráðgjöfAlgengar spurningar um ýmis konar hagsmunamál barna

Öllum er heimilt að leita til embættisins með erindi sín og umboðsmaður barna á að leiðbeina þeim er til embættisins leita um leiðir sem færar eru innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.

Engar formkröfur eru um það hvernig erindi á að berast umboðsmanni barna. Hægt er að nota tölvupóst, síma, fá fund með umboðsmanni eða hafa samband á Facebook. Á barna- og unglingasíðunni er að finna Spurt og svarað þar sem hægt er að skoða erindi frá börnum og svör við þeim. Flest börn vilja fá svar sitt sent á tölvupóstfangið sitt en þó eru alltaf einhver sem heimila birtingu á vefnum.

Erindin sem berast umboðsmanni barna varða allt milli himins og jarðar en algengast er að fólki vanti svör við spurningum sem varða fjölskyldumál (forsjá, umgengni og framfærslu), barnavernd, skólamál og heilbrigðismál. Þá berast reglulega erindi um fjármál, vinnumál, öryggismál og afbrot.

Hér hafa verið teknar saman nokkrar algengar spurningar og svör umboðsmanns barna við þeim.