Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málaflokkar

Rettindi Og Radgjoef

Réttindi og ráðgjöf

Í ýmsum lögum, sem Alþingi hefur sett, er að finna ákvæði er varða börn og unglinga. Öll lög er hægt að nálgast á vef Alþingis, t.d. með því að opna lagasafn eða slá inn heiti laganna, númer þeirra eða efnisorð í leitarvél. Allar reglugerðir er að finna í reglugerðasafninu á www.reglugerd.is. Á www.urskurdir.is er að finna yfirlit yfir úrskurði og álit ráðuneyta auk úrskurða kærunefnda.

Hér til vinstri er hægt að smella á þá málaflokka sem helst eru til umfjöllunar hjá embætti umboðsmanns barna.

Á síðunum er að finna upplýsingar um réttindi og skyldur barna, ábyrgð hinna fullorðnu, lög og helstu reglur sem gilda í málaflokknum og tengla á heimasíður samtaka og stofnana sem fást við málaflokkinn og geta því veitt ráðgjöf og leiðbeint fólki áfram í þeim tilgangi að ná fram rétti barna.

Á síðunum eru yfirleitt ekki tíunduð afskipti umboðsmanns barna af málaflokkunum þó að þau hafi oft verið töluverð.

Heimildir

Við gerð texta á vef umboðsmanns barna er stuðst við ýmsar heimildir. Helst ber að nefna þessar:

  • lög,
  • athugasemdir og greinargerðir við lagafrumvörp,
  • reglugerðir og opinberar reglur.
  • tilmæli, álit og úrskurðir ráðuneyta og stofnana,
  • umfjallanir á vefjum ráðuneyta, stofnana og samtaka,
  • bréf frá ráðuneytum og stofnunum og
  • álit og svör umboðsmanns barna við erindum frá einstaklingum, fagfólki og opinberum aðilum.

Á þeim árum sem embættið hefur starfað hefur safnast upp reynsla og þekking á þeim málum sem börn, foreldrar, fagfólk og stjórnvöld eru að glíma við. Á vefnum er því reynt að miðla af þeirri reynslu og setja efnið fram þannig að auðvelt sé að finna upplýsingar og leiðbeiningar. Til að leitast við að tryggja faglega umfjöllun hafa sumir hlutar vefsins verið lesnir yfir af fagfólki, samtökum og stofnunum á viðkomandi sviði.

Þeir sem vilja nota efni af vef umboðsmanns barna mega gjarnan gera það ef þeir geta heimildar.

Fyrirvari

Enda þótt leitast sé við að hafa upplýsingar á vef umboðsmanns barna svo og tilvísanir í réttarheimildir réttar og í samræmi við nýjustu stöðu mála er ekki unnt að ábyrgjast að ávallt sé svo. 

Vefstjóri þiggur allar ábendingar og efni sem gæti átt heima á þessum síðum.