Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Unglingar og barnagæsla

Umboðsmaður barna fær oft fyrirspurnir um það hvenær unglingar mega byrja að vinna við barnagæslu . Þá má víða sjá auglýsingar, t.d. í facebook hópum,  þar sem börn allt niður í 12 ára óska eftir að gæta barna eða foreldrar óska eftir unglingum til þess að gæta barna sinna. 

Vinna unglinga getur verið uppbyggjandi og góður undirbúningur fyrir lífið en hins vegar geta of erfið og ábyrgðarmikil störf valdið þeim skaða. Það að bera ábyrgð á lífi og líðan lítilla barna er mjög ábyrgðarmikið starf sem getur valdið þeim sem ekki eru búnir að taka út fullan þroska of miklu andlegu álagi. Komi eitthvað fyrir barnið er ábyrgðin gífurleg. Slys á heimilum eru meðal algengustu slysa á Íslandi og verða þau flest í aldurshópnum 0-4 ára. Í samræmi við þetta hefur Vinnueftirlitið talið að barnagæsla geti ekki talist starf af léttara taginu og því sé ekki heimilt að ráða yngri en 15 ára til að starfa við barnagæslu. Ekki ætti að fela yngra barni að gæta annars barns nema undir eftirliti fullorðinna. 

Umboðsmaður barna mælir ávallt með því að foreldrar leyfi börnunum að njóta æskunnar – í öruggum höndum þeirra sem valda því að gæta þeirra. Ætti því ekki að fela barni að gæta annars barns nema ljóst sé að það hafi náð nægum aldri og þroska til að axla slíka ábyrgð. 

Hér má lesa meira um vinnu barna og unglinga

 

8 Vernd Og Oeryggi