Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hvernig líður börnum í íþróttum - morgunverðarfundur

Næsti morgunverðarfundur hópsins Náum áttum, og jafnframt síðasti fundur vetrarins, verður miðvikudaginn 3. maí næstkomandi.  Umfjöllunarefni fundarins er að þessu sinni "Hvernig líður börnum í íþróttum"

 Á fundinum verða með erindi þau:

  • Margrét Guðmundsdóttir, aðjúnkt íþróttasviðs Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu með erindið "Líðan barna í íþróttum".
  • Sveinn Þorgeirsson, aðjúnkt íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík og yfirmaður afrekssviðs Borgarholtsskóla með erindið "Samfélagslegt hlutverk íþrótta". 
  • Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ og Ragnhildur Skúladóttir, starfsmaður ÍSÍ með erindið "Sýnum karakter - markmið og áherslur"

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en með morgunverði kostar þátttakan 2.400 kr. Fundarstjóri verður Karítas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri íþrótta- æskulýðs- og menningarmála mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Náum áttum er samstarfsverkefni samtaka og stofnana í forvörnum. 

Hægt er að skrá sig á fundinn á vefsíðu Náum áttum. 

 

N8mai2017