Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tómstundadagurinn 2017

Tómstundadagurinn er ráðstefna sem námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði hafa haldið undanfarin tvö ár. Mismunandi þemu hafa verið á þessum degi og í ár er þemað einelti.  

Ráðstefnan verður haldin þann 3. mars 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Markmið ráðstefnunnar er að kynna hagnýtar og gagnreyndar leiðir til að koma í veg fyrir og grípa inn í eineltismál sem og að skapa vettvang fyrir markvissa umræðu og stefnumörkun.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Dr. Debra Pepler, Margot Peck, Dr. Sanna Herkama og Vanda Sigurgeirsdóttir sem allar hafa víðtæka reynslu af forvörnum, inngripum og rannsóknum á einelti. 

Ráðstefnan er haldin í minningu Sigurðar Jónasar Guðmundssonar (20. febrúar 1979 – 4. apríl 2016).

Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna hér á heimasíðu ráðstefnunnar

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Skráning fer fram hér.

Viðburðurinn á Facebook. 

Eineltisradstefna Auglysing