Fréttir: desember 2016

Fyrirsagnalisti

28. desember 2016 : Fjölskyldumiðstöð lokað

Umboðsmaður barna fékk fregnir af því að það stæði til að loka starfsemi Fjölskyldumiðstöðvarinnar sem Rauði krossinn hefur rekið um árabil. Starfsemi miðstöðvarinnar hefur reynst fjölskyldum mikilvægur stuðningur í erfiðum málum og þykir það miður að starfsemi hennar skuli lokið. Umboðsmaður barna sendi því bréf til velfeðarráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Rauða krossins vegna þess.

23. desember 2016 : Bréf til ráðuneyta varðandi hagsmuni og sjónarmið barna

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til allra ráðuneytana, starfsmenn þeirra og undirstofnana. Tilgangur bréfsins er að minna á inntak tveggja grundvallarreglna sáttmálans, sem finna má í 3. og . 12. gr. hans.

21. desember 2016 : Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

20. desember 2016 : Barnaþing Grafarvogs og Kjalarness

Föstudaginn 2. desember komu saman yfir 200 börn úr 6. bekkjum grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi til þess að ræða málefni sem snertir þau öll, hvernig tæknin hefur áhrif á líf þeirra.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica