Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi sitt þann 15. maí 2013. Hann felur það í sér að tannlækningar barna eru að fullu greiddar, utan 2.500 króna árlegs komugjalds. Samningurinn er innleiddur í áföngum og nú 1. janúar 2016 bættust 6 - 7 ára börn við þann hóp barna sem njóta gjaldfrjálsrar tannlækninga. Þann 1. janúar 2018 verða tannlækningar gjaldfrjálsar fyrir öll börn. 

Forsenda þess að barnið njóti gjaldfrjálsar tannlækningar er að það sé skráð hjá heimilistannlækni sem hægt er að ganga frá í Réttindagátt á www.sjukra.is

Tannlækningar eru nú gjaldfrjálsar fyrir: 

 

Börn 3 ára (frá 3 ára afmælisdegi til 4 ára afmælisdags).

Börn 6 - 17 ára.

Börn í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

 

Nánari upplýsingar um gjaldfrálsar tannlækningar barna er að finna á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands og í auglýsingu Landlæknis. 

 

7 Heilsuvernd