Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfum börnin í forgrunni um jólin sem og alla aðra daga.   

Sjá nánar

Opið hús á þriðjudaginn

Þriðjudaginn 22. desember næstkomandi verður opið hús hjá umboðsmanni barna frá klukkan 14 - 15:30. Öllum velkomið að koma og drekka með okkur heitt kakó og maula yndislegar smákökur.     

Sjá nánar

Fundur með forseta Íslands

Á mánudaginn, 30. nóvember 2015. fundaði ráðgjafarhópur umboðsmanns barna með forseta Íslands. Hópurinn ræddi við forsetann um ýmis málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi, svo sem mannréttindi, þátttöku og lýðræði og umhverfismál og loftslagsbreytingar

Sjá nánar

Skóli fyrir alla - eða hvað?

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 25. nóvember nk. frá klukkan 08:15-10:00. Efni fundarins er að þessu sinni "Skóli fyrir alla - eða hvað? Hvað þarf til að skólinn sé fyrir alla?" Frummælendur eru: Dr. Sigrún Harðardóttir, lektor við félagsráðgjafardeild HÍ, Helgi Gíslason, Sérkennslufulltrúi grunnskóla...

Sjá nánar

Fræðslumynd fyrir börn um kynferðislegt ofbeldi

Stýrihópur velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, ásamt Barnaverndarstofu og umboðsmanni barna hafa óskað eftir því við skólastjórnendur grunnskóla að sýna fræðslumyndina sem hér fylgir í skólum þann 18. nóvember. Með því móti geti skólarnir lagt sitt af mörkum til að leiðbeina börnum...

Sjá nánar

Morgunrabb um börn, skipulag og umhverfi

Morgunrabb RannUng fram fer á morgun fimmtudaginn 19. nóvember. Að þessu sinni er það Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna sem flytur erindi sem ber heitið Sjónarmið barna, þátttaka og áhrif á skipulag og umhverfi.

Sjá nánar

Norræn börn - börn á fósturheimilum

Í gær var hádegisverðarmálþing í Norræna húsinu á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar. Þar var verkefni miðstöðvarinnar „Norræn börn – börn á fósturheimilum“ og niðurstöður þess kynntar en það var unnið í samvinnu við færustu sérfræðinga á Norðurlöndunum á þessu sviði. Niðurstöðurnar hafa meðal annars leitt til raunhæfra tillagna um hvernig þjóðfélagið...

Sjá nánar

Dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti ár hvert. Í tilefni af þeim degi var haldin hátíðardagskrá í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi mánudaginn 9. nóvember sl. Á þeirri dagskrá kynnti Barnaheill verkefni sitt sem ber heitið „Vinátta (Fri for mobberi)“. Nánari upplýsingar um það verkefni má fá á vefsíðu...

Sjá nánar

Tengslafundur með félagasamtökum

Síðustu tvö ár hefur umboðsmaður barna boðið hinum ýmsu félagasamtökum sem vinna að málefnum barna á fund. Markmiðið með þessum fundum hefur verið að ræða hagsmuna- og réttindamál barna út frá ýmsum hliðum og efla samráð og samstarf milli aðila sem vinna með einum eða öðrum hætti að því að...

Sjá nánar

Ég er líka brjáluð!

Í dag, 19. október 2015, birtist grein eftir Margréti Maríu Sigurðardóttir, umboðsmann barna, í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna hér á landi.

Sjá nánar

Líkar þér við þig?

Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum hópsins verður rætt um sjálfsmynd og forvarnir. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 21. október nk. frá klukkan 08:15-10:00.

Sjá nánar

Fundur með Útlendingastofnun

Að mati umboðsmanns hefur íslenska ríkið ekki staðið sig nægilega vel í því að tryggja rétttindi þessara barna. Óviðunandi er að börn þurfi að bíða í margar vikur eða mánuði eftir skólavist.

Sjá nánar

Skólaráð og þátttaka nemenda í grunnskólum

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til allra grunnskóla landsins um skólaráð og lýðræðislega þátttöku nemenda í skólum. Þar benti hann meðal annars á einblöðung sem embættið hefur gefið út um skólaráð.

Sjá nánar

Skólaganga barna hælisleitenda

Umboðsmaður barna hefur sent Útlendingastofnun bréf vegna ábendingar um að meðal hælisleitenda hér á landi séu börn á grunnskólaaldri sem hafa ekki enn fengið að ganga í skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti.

Sjá nánar

Skráning í Mentor

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf á alla grunnskóla landsins vegna skráningar, varðveislu og aðgangs að upplýsingum um nemendur í Mentor.

Sjá nánar

Hvenær ráða börn sjálf?

Umboðsmaður barna vinnur nú að samantekt sem ber vinnuheitið Hvenær ráða börn sjálf? Í samantektinni er ætlunin að tíunda hvaða lög, reglur og almennu sjónarmið eiga við þegar metið er hvenær börn geta tekið ákvarðanir sjálf og hvenær þau þurfa samþykki foreldra sinna. Nú hefur verið birtur til bráðabirgða fyrsti hluti samantektarinnar.

Sjá nánar

Ársskýrsla 2014

Starfsárið 2014 var viðburðaríkt og mörg stór og flókin álitamál komu til meðferðar embættisins. Um sum þeirra var ítarlega fjallað í fjölmiðlum. Má þar nefna kuðungsígræðslu, skapabarmaaðgerðir á stúlkubörnum, stöðu barnafjölskyldna á leigumarkaði, símanotkun í skólum, börn sem hafa brotið af sér, nafnabreytingu barna, sérfræðihóp barna sem eiga foreldra sem glíma við áfengis- og vímuefnavanda og margt fleira.

Sjá nánar

Talsmaður barna á Grænlandi í heimsókn

Í gær, 13. júlí 2015, fékk umboðsmaður barna heimsókn frá talsmanni barna á Grænlandi. Heimsóknin var afar ánægjuleg. Ísland og Grænland eiga ýmislegt sameiginlegt og höfum við því gagnkvæman ávinning af því að ræða málin og miðla reynslu og þekkingu.

Sjá nánar

Upplýsingar um börn í samfélagsmiðlum

Allir – þar á meðal börn – eiga rétt á því að njóta friðhelgi einkalífs. Ef foreldrar vilja birta einkunnir eða upplýsingar um námsárangur barna sinna er mikilvægt að foreldrar biðji börnin um leyfi til að gera það.

Sjá nánar

Sumarvinna unglinga

Nú þegar flestir grunn- og framhaldsskólar eru komnir í sumarfrí eru margir unglingar að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í sumarstörfum. Umboðsmaður barna fær reglulega fyrirspurnir frá unglingum um það hvaða reglur gilda um vinnu  þeirra og launin sem þau vinna sér inn.  Almenna reglan er sú að það má...

Sjá nánar

Dagur barnsins er á sunnudaginn

Umboðsmaður barna vekur athygli á að síðasti sunnudagurinn í maí er helgaður börnum á Íslandi. Á „degi barnsins" er tilvalið fyrir uppalendur að leggja aðrar skyldur til hliðar ef mögulegt er og njóta samveru með börnunum.

Sjá nánar

Ungbörnum mismunað eftir stöðu foreldra

Umboðsmaður barna sendi nýlega bréf til félagsmálaráðherra þar sem hann skorar á ráðherra til þess að beita sér fyrir því að lög um fæðingar- og foreldraorlof verði endurskoðuð, þannig að börnum verði ekki mismunað með ómálefnalegum hætti eftir stöðu foreldra þeirra.

Sjá nánar

Aðgerðir á intersex börnum

Umboðsmaður barna hefur gefið út álit um aðgerðir á intersex börnum, þ.e. börnum sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Þegar líkama intersex barna er breytt með varanlegum hætti, í þeim tilgangi að „laga“ hann, getur það haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir barnið.

Sjá nánar

Málþing um heimilisofbeldi

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um heimilisofbeldi sem haldið verður í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 15. maí nk. kl 13-17.

Sjá nánar

Ungmennaráð funda með menntamálaráðherra

Í gær funduðu fulltrúar frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, ungmennaráði Barnaheilla og ungmennaráði UNICEF með mennta- og menningarmálaráðherra. Á fundinum var rætt um helstu málefnin sem brenna á ungmennaráðunum varðandi menntamál.

Sjá nánar

Flóttafólk

Ríkisstjórnir, Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið verða að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti til að bjarga lífi flóttafólks og ættu að endurskoða stefnu sína í þeim tilgangi að meta og koma í veg fyrir stórfelldan flótta fólks, þ.á.m. barna.

Sjá nánar

Morgunverðarfundur um einelti

Umboðsmaður barna vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl nk. kl. 8:15 - 10:00. Að þessu sinni verður fjallað um "Einelti - úrræði og forvarnir".

Sjá nánar

Morgunverðarfundur um geðheilbrigði barna

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda. Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sagt verður frá nýjum verkefnum sem reynst hafa vel fyrir börn og aðstandendur.

Sjá nánar

Bréf til þingmanna vegna áfengisfrumvarpsins

Umboðsmaður barna sendi í dag tölvupóst til allra þingmanna þar sem hann bendir á að hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga samkvæmt lögum að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í almennum verslunum.

Sjá nánar

Viðbrögð við afbrotum barna

Umboðsmaður barna sendi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra nýlega bréf um viðbrögð við afbrotum barna. Í bréfinu er fjallað um úrræði fyrir börn sem svipta þarf frelsi sínu og mikilvægi sáttamiðlunar.

Sjá nánar

Úrræði fyrir unga fanga

Umboðsmaður barna hefur sent Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra, bréf þar sem m.a. er spurt hvaða vinna sé hafin við að móta framtíðarlausn fyrir börn sem eru úrskurðuð í gæsluvarðhald eða dæmd í óskilorðsbundið fangelsi.

Sjá nánar

Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum

Nú eru bráðum 9 ár síðan að lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006 tóku gildi og ennþá er ekki búið að tryggja eftirlitið. Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir því að ráðherra upplýsi umboðsmann um það hvernig ráðuneytið hyggst beita sér fyrir því að markmiðum laganna verði náð.

Sjá nánar

Skortur á úrræðum fyrir börn með tví- eða fjölþættan vanda

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðuneytinu bréf þar sem óskað er eftir svörum um það hvernig ráðuneytið hyggst bregðast við því úrræðaleysi sem ríkir hér á landi fyrir börn sem tví- eða fjölþættan vanda sem þurfa þjónustu frá bæði barnaverndarkerfinu og heilbrigðiskerfinu.

Sjá nánar

Reglur um snjallsíma í skólum

Á vefnum www.snjallskoli.is hefur verið birt grein eftir umboðsmann barna. Í greininni er útskýrt hvers vegna umboðsmaður barna heldur því fram að það sé ekki í samræmi við réttindi nemenda að starfsfólk skóla megi samkvæmt skólareglum taka síma og og önnur snjalltæki af nemendum gegn vilja þeirra. Tilgangurinn Snjallskólans er...

Sjá nánar

Áfengi - engin venjuleg neysluvara

Föstudaginn 6. febrúar milli kl. 8:15 og 10 ætla Bindindissamtökin IOGT á Íslandi að halda morgunfund. Yfirskriftin er Áfengi - enging venjuleg neysluvara. Umboðsmaður barna, mun flytja erindi á fundinum.

Sjá nánar

Myndband fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

Verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum kynnti í gær, 12. janúar, nýtt myndband sem ætlað er til leiðbeiningar börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Einnig var kynnt nýtt efni fyrir réttarvörslukerfið.  Á vefnum www.leidinafram.is er að finna fræðsluefni og upplýsingar fyrir þá sem hafa orðið...

Sjá nánar

Ein heima

Það eru engin lög eða reglur sem segja til um það frá hvaða aldri börn mega vera ein heima og hversu lengi. Ákvörðun um það hvenær börnum er treyst til að vera ein heima er eitt af því sem foreldrar verða að taka sjálfir.

Sjá nánar

Börn í meðferð á Vogi

Í október 2014 voru haldnir tveir fundir með börnum og ungmennum sem voru í meðferð á Vogi. Sálfræðingur á vegum SÁÁ sat fundina ásamt tveimur starfsmönnum umboðsmanns barna sem ræddu við börnin um reynslu þeirra af neyslu og þeim úrræðum sem þeim standa börnum og unglingum í þeirra stöðu til boða.

Sjá nánar