Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Snemmtæk íhlutun - Námstefna

Hinn 8. október n.k. klukkan 9 - 16 verður haldin námsstefna um snemmtæka íhlutun fyrir fjölskyldur í Norræna húsinu. Efnið á erindi við fagfólk á vettvangi, rannsakendur, stjórnendur og stefnumótandi aðila innan velferðarþjónustunnar á sviði barna og fjölskyldumála.

Námstefnan er haldin á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (Nordens velferdscenter) í samvinnu við Rannsóknastofnun í barna og fjölskylduvernd (RBF), Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Barnaverndarstofu, Velferðarráðuneytið og Ís-Forsa. Námsstefnan fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis.

"Nordens velferdscenter" hefur staðið fyrir námsstefnum á Norðurlöndunum og stóð m.a. fyrir degi um „Snemmbæra íhlutun fyrir fjölskyldur" í desember 2012 í Stokkhólmi. Unnið er að miðlun niðurstaðna úr verkefninu með kynningum og námsstefnum.

Niðurstöður verkefnisins Snemmtæk íhlutun fyrir fjölskyldur hafa verið gefnar út á öllum norðurlandamálum, m.a. íslensku sjá nánar hér.