Fréttir: janúar 2013

Fyrirsagnalisti

31. janúar 2013 : Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

31. janúar 2013 : Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum - Morgunverðarfundur

Umboðsmaður barna vekur athygli á morgunverðarfundi samstarfshópsins ,,Náum áttum" sem haldin verður á Grand Hótel, miðvikudaginn 6. febrúar nk. frá kl 8:15 - 10:00 undir yfirskriftinni - Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum.

30. janúar 2013 : Fáðu já! frumsýnd í dag

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

29. janúar 2013 : Opið hús hjá umboðsmanni barna í dag

Í ársbyrjun átti embætti umboðsmanns barna 18 ára afmæli. Í tilefni þess ætlum við að halda opið hús í nýju húsnæði okkar; Kringlunni 1, 5. hæð. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða nýja skrifstofuna á morgun, þriðjudaginn 29. janúar milli kl. 9:00 og 11:00.

21. janúar 2013 : Barnalögin - Breytingar til batnaðar? - Málþing

Menningarmálanefnd Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23.janúar, klukkan 12:30 í sal 101 í Lögbergi.Málþingið ber yfirskriftina „Barnalögin - Breytingar til batnaðar? Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum“

21. janúar 2013 : Breytingar á barnalögum nr. 76/2003

Nú um áramótin tóku gildi lög nr. 61/2012 um breytingu á barnalögum sem samþykkt voru hinn 12. júní 2012. Verður nú farið yfir helstu atriðin að mati umboðsmanns barna en telur hann að margar jákvæðar breytingar sé að finna í nýjum lögum.

18. janúar 2013 : Þörf á löggjöf um frístundaheimili í skoðun

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst stofna starfshóp til að fjalla um þörf á sérstakri löggjöf um frístundaheimili.

16. janúar 2013 : Leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum - tillögur UNICEF á Íslandi

UNICEF á Íslandi hefur birt 15 tillögur um bættar forvarnir gegn ofbeldi á börnum auk þess sem settar eru fram sex tillögur frá sérfræðihópi barna.

16. janúar 2013 : Mat á forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Á morgun, fimmtudaginn 17. janúar 2013, mun Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, MA-nemi í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á forvarnarverkefninu Verndarar barna sem hún vann í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við HÍ og Blátt áfram.
Síða 1 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica