Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn 2012 verður haldinn í dag, miðvikudaginn 31. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Sjá nánar

Ráðstefna um lýðræði á 21. öld haldin 10. nóvember

Ráðstefna um eflingu lýðræðis á Íslandi undir yfirskriftinni Lýðræði á 21. öld verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 10. nóvember klukkan 10 til 15. Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið í samvinnu við Lýðræðisfélagið Öldu, Reykjavíkurborg og umboðsmann barna.

Sjá nánar

Rannsóknir á slysum - Bréf

Umboðsmaður barna sendi fyrir nokkru bréf til innanríkisráðherra þar sem hann vekur athygli á mikilvægi skráningar og rannsókna þegar kemur að slysum á börnum.

Sjá nánar

Ráðstefna um breytingar á barnalögum

Hinn 8. nóv. munu innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd gangast fyrir ráðstefnu um nýju barnalögin, sem taka munu gildi 1. janúar 2013.

Sjá nánar

Slysavarnir barna - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent velferðarráðherra bréf þar sem bent er á mikilvægi þess að slysavörnum barna verði fundinn varanlegur staður á vegum hins opinbera.

Sjá nánar

Aðbúnaður og öryggi í leik- og grunnskólum - Bréf

Umboðsmaður barna hefur sent foreldrafélögum í leik- og grunnskólum (foreldraráðum skv. 11. gr. leikskólalaga) bréf um aðbúnað og öryggi í leik- og grunnskólum en þar er m.a. fjallað um hávaða í skólum, öryggi og slysavarnir, brunavarnir og aðrar forvarnir. Skólastjórar fengu einnig bréf til kynningar á málinu með afriti af bréfinu til foreldrafélaganna.

Sjá nánar