Fréttir: apríl 2011

Fyrirsagnalisti

27. apríl 2011 : Frumvarp til laga um námsstyrki (aukið jafnræði til náms), 734. mál

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um Frumvarp til laga um námsstyrki (aukið jafnræði til náms), 734. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 27. apríl 2011.

26. apríl 2011 : Vel heppnað þing ungmenna um stjórnarskrána

Laugardaginn 16. apríl sl. var haldið þing ungmenna undir yfirskriftinni Stjórnlög unga fólksins. Markmiðið var að leyfa rödd barna og ungmenna að heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

15. apríl 2011 : Lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum ekki fylgt

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem bent er á að lögum um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006 er ekki  nægilega fylgt í framkvæmd, þó að nær fimm ár séu liðin frá gildistöku þeirra.

13. apríl 2011 : Stjórnlög unga fólksins – Leyfum röddum ungmenna að heyrast

Umboðsmaður barna, UNICEF og Reykjavíkurborg kynna í dag verkefnið Stjórnlög unga fólksins. Markmiðið er að tryggja að skoðanir íslenskra barna og ungmenna heyrist við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

7. apríl 2011 : Börn sem ósjúkratryggðar konur ganga með

Umboðsmaður barna hefur sent Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra bréf þar sem bent er á að börnum sem ósjúkratryggðar konur ganga með er mismunað þegar kemur að eftirliti með meðgöngu.

7. apríl 2011 : Áhrif ofbeldis á ákvarðanir um forsjá og umgengni

Vegna umræðu um aðstæður barna sem verða með beinum eða óbeinum hætti fyrir ofbeldi af hendi einhvers nákomins vill umboðsmaður barna benda á að í nýlegri skýrslu embættisins til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans, var bent á að brýnt sé að auka vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá og umgengni.

4. apríl 2011 : Aukin neytendavernd barna með hollustumerki

Í umsögn um þingsályktunartillögu um norrænt hollustumerki, Skráargatið, segja talsmaður neytenda og umboðsmaður barna að með því ykist neytendavernd barna þar sem þá tækju gildi leiðbeiningarákvæði frá embættunum um að halda ekki öðrum matvælum að börnum.

1. apríl 2011 : Skóli fyrir alla - fá allir að njóta sín? - Málstofa

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu um skóla án aðgreiningar sem haldin verður miðvikudaginn 6. apríl kl. 12:15 til 13:15 í stofu 101 í Lögbergi HÍ.

1. apríl 2011 : Bara gras? - Fræðsla til foreldra um skaðsemi kannabis

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi um marijuananeyslu ungs fólks sem haldið verður í Rimaskóla mánudaginn 4. apríl kl. 16:30 - 19:00. Yfirskriftin er BARA GRAS? Fræðsla til foreldra um skaðsemi kannabis.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica