Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Áhrif ofbeldis á ákvarðanir um forsjá og umgengni

Vegna umræðu um aðstæður barna sem verða með beinum eða óbeinum hætti fyrir ofbeldi af hendi einhvers nákomins vill umboðsmaður barna benda á að í nýlegri skýrslu embættisins til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans, var bent á að brýnt sé að auka vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá og umgengni.

Sjá nánar

Aukin neytendavernd barna með hollustumerki

Í umsögn um þingsályktunartillögu um norrænt hollustumerki, Skráargatið, segja talsmaður neytenda og umboðsmaður barna að með því ykist neytendavernd barna þar sem þá tækju gildi leiðbeiningarákvæði frá embættunum um að halda ekki öðrum matvælum að börnum.

Sjá nánar