Fréttir: nóvember 2010

Fyrirsagnalisti

29. nóvember 2010 : Leiðir til að virkja börn til þátttöku - Rit á íslensku

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var 20 ára á síðasta ári. Af því tilefni voru teknar saman 23 greinar um leiðir til að virkja börn til þátttöku í norrænu ríkjunum fimm og á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Nú er búið að þýða ritið á íslensku og fleiri tungumál.

23. nóvember 2010 : Drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum - Þriðja umsögn

Umboðsmanni barna og ráðgjafarhóp umboðsmanns gáfust kostur á að koma með athugasemdir við endurbætt drög að reglugerð um ábyrgð og réttindi nemenda í grunnskólum með tölvupóstum frá menntamálaráðuneytinu dags. 4. nóvember. Athugasemdir voru sendar ráðuneytinu með pósti dags. 23.nóvember 2010.

23. nóvember 2010 : Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, með síðari breytingum, 557. mál - Viðbót við umsögn

Hinn 15. nóvember fór umboðsmaður barna á fund Félags- og tryggingamálanefndar til að ræða frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Í framhaldi af fundinum sendi umboðsmaður bréf til nefndarinnar, dags. 23. nóvember 2010, þar sem hann lýsir hugmyndum sínum um málefni barna sem brotið hafa af sér.

23. nóvember 2010 : Málstofa um barnavernd

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málstofu um barnavernd sem haldin verður mánudaginn 29. nóvember og fjallar um samvinnu við gerð áætlana.

17. nóvember 2010 : Orð eru til alls fyrst - Um rétt barna til þjónustu talmeinafræðinga

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 17. nóvember 2010.

8. nóvember 2010 : Hulduheimar - Myndband um einelti

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á áhugaverðu myndbandi um einelti sem var útbúið fyrir nemendur grunnskóla til að vekja þá til umhugsunar og vekja hjá þeim samkennd og kærleik fyrir náunganum. Myndbandið var sérstaklega gert til að sýna nemendum hinar ýmsu birtingarmyndir eineltis, fá þá til að ræða og íhuga efni myndbandsins og til að vekja nemendur til umhugsunar um alvarleika eineltis og hræðilegar afleiðingar þess.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica