Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Æskan - rödd framtíðar - Ráðstefna

Eitt af helstu verkefnum Íslands á formennskuári í Norrænu ráðherranefndinni 2009 var framkvæmd samanburðarrannsóknar á högum, líðan og lífsstíl meðal norrænna ungmenna, 16-19 ára. Rannsóknin var gerð á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. Færeyjum Grænlandi og Álandseyjum.

28. - 30. október næstkomandi mun mennta- og menningarmálaráðuneytið standa fyrir ráðstefnu þar sem niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar. Kynningu á niðurstöðunum verður fylgt eftir með fyrirlestrum og málstofum þar sem stjórnmálamenn, fræðimenn og aðrir sem tengjast ungu fólki munu fjalla um hvernig á að halda áfram að vinna að framkvæmd núverandi stefnu og hvernig hægt er að auðvelda aukna samvirkni milli stefnu og aðgerða Norðurlanda í málefnum ungmenna.

Málstofur á ráðstefnunni munu fjalla um:

  • Tungumál og menningu,
  • Menntun og tölvunotkun,
  • Jafnrétti, lífsstíl og þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi
  • Áhættuhegðun og vímuefni
  • Andlega heilsu á unglingsárum.
  • Tungumál ráðstefnunnar er enska.

Á ráðstefnunni verða settar fram hugmyndir um áframhaldandi vinnu við framkvæmd núverandi stefnu í æskulýðsmálum innan Norrænu ráðherranefndarinnar í átt að því markmiði að Norðurlöndin ættu að vera á besti staður í heimi fyrir ungt fólk.