Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fyrsti fundur ráðgjafarhópsins í vetur

Á morgun hefst vetrarstarf ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Á Facebook hefur verið birt dagskrá fundarins en hún er svona:

Fyrsti fundur ráðgjafarhópsins á morgun milli 15:30 og 17.  Þið megið mæta hvenær sem er á milli 15 og 16:30 :)

Á fundinum verða pizzur og eitthvað fleira gott! Endilega látið vita hvort þið mætið eða ekki!

Á fundinum ætlum við að ræða ýmis mál:

1. Fundartíma og skipulag funda í vetur

2. Hugsanleg verkefni hópsins í vetur

  • Hvaða upplýsingar eru unglingar að setja á netið? Hvaða þýðingu getur það haft fyrir þá í framtíðinni?
  • Skólamál. Erum með fulltrúa í samráðshópi menntamálaráðherra. Hverju viljum við koma á framfæri?
  • Stafrænar sögur (digital stories). 3-4 fulltrúar hópsins geta farið á námskeið í að búa til stafrænar sögur. Form sem gæti hugsanlega nýst okkur til að ná betur til krakka.

3. Samráð við ungmennaráð erlendis

  • Ætlum við að koma á tengslum við ungmennaráð umboðsmanns barna í Noregi eða Norður- Írlandi?

4.  Hvernig er hægt að koma skilaboðum okkar á framfæri

  •  Gæti ráðgjafarhópurinn hugsanlega verið með youtube rás?
  • Fleiri hugmyndir?

5. Önnur mál sem þið viljið ræða!

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nánari upplýsingar um ráðgjafarhópinn er að finna hér.