Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Vernd barna gegn ofbeldi - Málþing

HORFIN LÍFSGLEÐI – OKKAR ÁBYRGÐ
Verndum börn gegn ofbeldi

Málþing Barnaheilla – Save the Children á Íslandi verður haldið 26. maí næstkomandi
á Hilton-Nordica hóteli frá kl. 9.00-12.30.

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu.

Á málþinginu verður fjallað um birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum víða um heim  og mögulegar leiðir til að stöðva það.

Dagskrá:
• Helgi Ágústsson, formaður stjórnar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, býður gesti velkomna
• Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, setur málþingið
• Jasmine Whitbread, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children: Violence towards children globally - what need to be done.
• Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi: Okkar ábyrgð - hvað getum við gert til að stöðva ofbeldi gegn börnum?
• Kaffihlé
• S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla: Vinátta - virðing- Jafnrétti í Hagaskóla.
• Fulltrúar ungmennaráðs Barnaheilla - Save the Children á Íslandi: Einelti í skólum.
• Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi: Að hlusta á börn og unglinga.
• Halldór Hauksson, sviðsstjóri Barnaverndarstofu: Úrræði á vegum Barnaverndarstofu.

Fundarstjóri: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Vinsamlega tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.isfyrir 21. maí nk.