Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Yfirlýsing ENOC vegna afmælis Barnasáttmálans

Evrópsk samtök umboðsmanna barna, ENOC, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna 20 ára afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Í yfirlýsingunni segir m.a. að það virðist vera takmarkaður skilningur hjá ríkjum samtakanna að Barnasáttmálinn sé lagalega skuldbindandi fyrir ríkin en ekki óskalisti fyrir börn. Ríki geta ekki valið sér ákveðin réttindi barna sem þau geta auðveldlega uppfyllt en virt önnur að vettugi. ENOC samtökin hvetja ríki til að fara nákvæmlega í saumana á því á hvern hátt þau uppfylla ákvæði Barnasáttmálans og hvernig börn geta leitað réttar síns ef þau telja á sér brotið. ENOC samtökin hafa miklar áhyggjur af því að Barnasáttmálinn er eini alþjóðlegi mannréttindasáttmálinn sem skortir samskiptaleiðir sem myndi gera börnum kleift að leita réttar síns hjá Barnaréttarnefndinni í Genf. Í yfirlýsingunni er einnig fjallað um börn og fátækt, aukna fordóma og kynþáttahyggju, unga afbrotamenn, líkamlegar refsingar á börnum o.fl.

Opna hér yfirlýsingu ENOC vegna 20 ára afmælis Barnasáttmálans, 20. nóvember 2009 (PDF).