Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Allir eru krakkar hjá umboðsmanni barna

Umboðsmaður barna verður með opið hús á menningarnótt frá klukkan 11:00 - 13:00. Sýning verður á verkum barna sem tóku þátt í verkefninu "Hvernig er að vera barn á Íslandi?". En um þúsund svör bárust frá leik- og grunnskólum víða um land og verður hluti þeirra sýndur hér. Í anddyrinu verða tónlistaratriði og RANNÍS verður með sýninguna "Vísindi með augum barna".

Dagskrá er sem hér segir:

11:00 - 13:00 - opið hús, sýningin Hvernig er að vera barn á Íslandi.

11:30 - Tvær ungar söngkonur, þær Ásta Margrét Helgadóttir og Eva Sóley Stefánsdóttir syngja eitt lag hvor, í anddyrinu hjá umboðsmanni barna.

12:00 - Feðgarnir Gulli og Haukur troða upp í anddyrinu hjá umboðsmanni barna. Sonurinn spilar undurvel á gítar og faðirinn styður hann með bassatónum. Þeir flytja tónlist tileinkaða vináttunni.

12:30 - Vinkonurnar Guðný Gígja og Bjartey gleðja okkur með undurfögrum og þjóðlegum tónum. Þær spila báðar á gítar og syngja eins og englar í anddyrinu hjá umboðsmanni barna.

Verið velkomin, allir eru krakkar hjá umboðsmanni barna!