Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Netnotkun barna og unglinga - Niðurstöður könnunar

Í síðustu viku birti SAFT niðurstöður nýlegrar könnunar á netnotkun barna og unglinga.

Árið 2003 var framkvæmd yfirgripsmikil könnun á netnotkun íslenskra barna og unglinga á aldrinum 9 - 16 ára . Sambærileg könnun var framkvæmd aftur í byrjun árs 2007.  Líkt og áður voru lagðar spurningar fyrir bæði börn og foreldra.

Meðal niðurstaðna má nefna:

  • Minna hlutfall barna villir á sér heimildir á netinu í dag en gerði 2003.
  • Rúm 35% barna telja ólöglegt að hala niður eða deila tónlist.
  • Rúm 51% barna telja líklegt að þau eigi eftir að hala niður eða deila tónlist á netinu.
  • Fleiri börn segjast nú hafa sett inn texta á netið sem var andstyggilegur í garð annarrar persónu eða hóps, úr 9% í rúm 15%.
  • Um 69% foreldra ræðir frekar eða mjög mikið við börn sín um öryggi á netinu.
  • Börnin sjálf segja marktæka aukningu vera á því að þau ræði við foreldra sína um netið milli ára.
  • Börn telja sig frekar skoða upplýsingar á netinu með gagnrýnni hætti en þau gerðu 2003.
  • Talsverð aukning er á að foreldrar banni börnum sínum að taka þátt í leikjum, spurningakeppnum eða könnunum á barnasíðum fyrirtækja á netinu, úr 42% í 62%.

Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að SAFT verkefnið sé að skila mjög góðum árangri. Marktæk aukning er á því að foreldrar staðsetji tölvurnar í opnum rýmum. Foreldrar telja sig nú frekar hæfari notendur og eru mun líklegri til þess að ræða við börn sín um Netið og ábyrga notkun þess. Þá bendir margt til þess að börnin sjálf séu að tileinka sér ábyrga umgengnishætti á Netinu.

Frekari upplýsingar um kannanirnar er að finna hér á vef SAFT verkefnisins.