Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Umboðsmaður barna og starfsfólk hans senda öllum börnum og fjölskyldum þeirra sem og samstarfsaðilum embættisins  bestu óskir um hamingjuríka jólahátíð og heillaríkt komandi ár.

Líkt og á síðasta ári sendir umboðsmaður ekki út jólakort en hefur þess í stað komið nokkrum gjöfum til barna fyrir undir jólatrénu í Kringlunni.  Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hjálparstofnun kirkjunnar og Fjölskylduhjálp Íslands munu ráðstafa gjöfunum til þeirra sem eru hjálpar þurfi á jólunum.

Jólakveðjur,

Ingibjörg Rafnar
Sigríður Anna Ellerup,
Auður Kristín Árnadóttir og
Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir