English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára strákur | Vinir og félagslíf

Tölvuleikir og kvikmyndir

það er fáránlegt að það séu lög sem banna aðgang að leikjum og bíómyndum þar sem það sé búið að loka kvikmynda og tölvuleikjaeftirliti ríkisins. núna ráða kvkmyndahús og evrópsk stofnun (pegi) hvað við undir 16 megum spila og horfa á. svo er ekkert samræmi milli hvaða tölvuleiki við megum spila og hvaða bíómyndir við megum spila, því flestir leikir sem eru bannaðir 16 samsvara bíómyndum sem eru bannaðar innan 12. því ætti annaðhvort að leggja af þessi lög eða opna kvikmynda og tölvuleikjaeftirlit ríkisins.

Komdu sæll

Takk fyrir ábendinguna. Það er gott að heyra álit þeirra sem þekkja vel til tölvuleikja og kvikmynda. Ef þér finnst PEGI tölvuleikjareglurnar ekki vera í samræmi við aldursmörk kvikmynda væri örugglega gott að láta fjölmiðlanefnd vita af því. Með nýjum fjölmiðlalögum á fjölmiðlanefnd nú, ásamt lögreglu, að hafa eftirlit með framkvæmd laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006. Netfangið er fjolmidlanefnd(hjá)fjolmidlanefnd.is. Gangi þér vel.

Ef það er eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri eða spyrja um er þér velkomið að hafa samband með tölvupósti á ub@barn.is eða í síma 800-5999.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna