English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Vinir og félagslíf

Ný stelpa í skólann

Hvað á maður að gera ef maður á bestu vinkonu en svo kemur ný stelpa í skólann og reynir að taka hana frá manni en samt erum við ennþá bestu vinkonur en hún er samt eldri en ég. Getur þú nokkuð hjálpað eða gefið mér ráð?

Sæl

Það getur oft verið erfitt þegar ný stelpa kemur í skólann og inn í vinahóp sem er fyrir. Þú segir að þú og vinkona þín séuð áfram góðar vinkonur og það er mjög gott mál. Ef svo er, er þá kannski ekki allt í lagi að leyfa nýju stlepunni að fá að vera með ykkur? Hún er kannski einmana og finnst erfitt að byrja í nýjum skóla. Það getur líka verið gott að ræða þessi mál við vinkonu þína og segja henni frá áhyggjum þínum.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna