English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 9 ára stelpa | Vinir og félagslíf

Rosalega skotin í strák

Ég er 9 ára stelpa sem er rosalega skotin í strák og mig langar helst að kyssa hann hvað á ég að gera???????????

Komdu sæl

Börn geta auðvitað orðið skotin í hvort öðru þó að þau upplifi kannski hrifninguna aðeins öðruvísi en fullorðnir. 

Þó það sé hið besta mál að vera “skotin” þá myndu flestir þó telja að níu ára stelpur væru aðeins of ungar til að kyssa strák.  Liggur eitthvað á?  Er bara ekki nóg að láta sig dreyma um strákinn sem þú ert skotin í?  Allavega í bili. Til að byrja með gæti allavega verið gott að kynnast honum betur og sjá svo til hvort hann sé í alvöru “draumaprinsinn”.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna