English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 11 ára stelpa | Vinir og félagslíf

Vinkonuvandamál

Hæ ég á vinkonu sem er alltaf að segjast hata aðra vinkonu mína og ég vil ekki að þær séu ósáttar. Hvernig get ég lagað það... ?

Sæl

Það getur verið erfitt að miðla málum þegar ein vinkona manns þolir ekki aðra en mikið er nú gott að þú vilt leysa þetta ósætti milli vinkvenna þinna.  Best væri að þið þrjár settust niður og reynduð að tala saman um vandamálið.  Svona vandamál leysast oft bara með því að ræða málin og fá það á hreint nákvæmlega hvað það er sem annarri finnst svona óþolandi í fari hinnar, því oft er aðeins um misskilning að ræða.  Annars gæti verið gagnlegt að fá einhvern fullorðinn til að setjast niður með ykkur til að miðla málum.  Það gæti t.d. verið námsráðgjafi í skólanum, umsjónarkennarinn eða einhver annar sem þið treystið að sé hlutlaus. 

Vona að þetta gangi vel. Ef þetta mál leysist ekki fljótlega þá gæti verið ágætt fyrir þig að bakka aðeins út úr þessu og segja bara "Ég er búin að reyna það sem ég get til að bæta ástandið. Meira get ég ekki gert." Þá eru það foreldrar stelpnanna sem verða að taka við, kennari eða einhver annar fullorðinn. Kannski er þetta bara of mikið fyrir þig. Þú átt samt að geta leikið við alla þá sem þig langar að leika við svo framarlega sem foreldrar þínir eru sáttir með það.

Kveðja frá umboðsmanni barna