English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára strákur | Vinir og félagslíf

Það þarf að taka meira tillit til barna og unglinga

Ég stunda leikhús, bíó, bókasöfn og hlusta á tónlist. Mér finnst hinsvegar mjög asnalegt að ekki sé til nema eitt kaffihús fyrir börn yngri en 21 árs sem þau mega vera á eftir 21 á kvöldin þar sem útivistartíminn er til miðnættis. Oft langar mér og vinum mínum til að setja niður yfir kakóbolla eða kókglasi og spjalla saman. Og þar sem Súfistinn (eina kaffihúsið sem við megum koma á) er mjög vinsælt kaffihús þá er bara erfitt að setjast og ekki mikið um plásið. Yfirleitt endar þetta með því að við höngum út í sjoppu og sitjum á gólfinu.

Mér finnst líka að ungt fólk fái meira framboð á að koma sinni eigin list og menningar afurðum sem þau gera á framfæri. Ungt fólk er mjög virkt en fær bara ekki að njóta sýn nógu vel. Nóg er til af krökkum sem eru góð að teikna, taka ljósmyndir, gera stuttmyndir. Og held ég að það mætti vera meira til af stöðum þar sem ungt fólk getur komið sinni list á framfæri. Ég er þá ekki að tala um að Jón Jónsson 12 ára strákur úr Vesturbænum fái að hafa heilan sal á listasafni íslands heldur yrði krökkum boðið að sýna það sem þau gera eina mynd eða svo einhverstaðar. Og öðrum börnum yrði boðið að skoða það gegn vægu eða engu gjaldi. Það er alltof dýrt að ætla vera virkur í því að fylgjast með menninguni fara í leikhús, bíó, myndlistarsýningar það hefur marg sýnt sig að þetta ræktar hugann í stað þess að unglingar hafi það eitt að gera um helgar að fara í partý afþví það er eina sem kostar lítið og stendur krökkum til boða. Núna hugsar þú líklega að þau ættu nú frekar að mæta í félagsmiðstöðvar en það verður bara leiðindagjarnt og ágætt að gera eitthvað annað svona inn á milli. Allt helst þetta í hendur og meðal aldur fólk sem fer í leikhús er ábyggilega yfir 45 árin. Því í þau fáu skipti sem ég fer í leikhús á sýningar sem eru ekki með þeirri yfirskrit "barnasýningar" þá er maður umkringdur gömlu fólki. Það virðist oft gleymast í öllum kosningarloforðum sem þingflokkar setja fram hagsmunir ungafólksins. Ástæðan er einföld, þeir hafa bara ekkert að gera með okkar hagsmuni afþví við getum ekki greitt þeim atkvæði og þar af leiðandi er algjör óþarfi að eyða tímanum í að hugsa hvað er ábótta vant fyrir yngri kynslóðina. Það má ekki gleyma því að við erum fullorðið fólk framtíðarinnar. Og þar af leiðandi skiptir engu máli að það séu enginn barnaverð í strætó, leikhús, listasöfn. Við erum bara börn, hvað græða alþingismenn á okkur ? Nákvæmlega Ekkert. Mér finnst við ættum að geta nýtt okkur betur ungmennaráðin sem eru í öllum bæjarhlutum og umboðsmann barna til að koma okkar skoðunum á framfæri út í þjóðfélagið.

Komdu sæll

Þakka þér kærlega fyrir ábendingarnar, sem eru birtar hér sem skilaboð til fullorðinna. Í bréfinu þínu kemur fram ýmislegt, sem er mjög þarft fyrir fullorðna fólkið að hugsa um og hefur athygli menntamálaráðherra, borgarstjóra Reykjavíkur og formanns menningarmálanefndar Reykjavíkur, verið vakin á efni þess.

Með bestu kveðju
Umboðsmaður barna