Barnasáttmálinn

Barnasáttmálinn er mikilvægur samningur um réttindi barna. Hann á að tryggja öllum börnum og unglingum undir 18 ára aldri sérstök mannréttindi, óháð réttindum hinna fullorðnu. 

Í Barnasáttmálanum eru reglur um það hvernig eigi að koma fram við börn og hvernig eigi að passa upp á að börn og unglingar njóti alls þess sem þau þurfa til að vera hraust, ánægð, ábyrg og upplýst. 

Lesa meira