English Danish Russian Thai Polish
Aðalsíða YouTube Facebook

Réttindi barna

Þegar talað er um réttindi barna er verið að meina allt það sem börn þurfa að hafa til að geta lifað og þroskast. Sem dæmi um réttindi má nefna samveru með fjölskyldu, menntun, vernd og heilsugæslu.

Sum réttindi barna gilda alltaf og alls staðar en stundum geta réttindi barna takmarkast af skyldu foreldra þeirra til að vernda þau. Svo verður að hafa í huga að réttindi eins barns eru ekki mikilvægari en réttindi annars barns.

Lesa meira

Spurt og svarað

Hér getur þú spurt umboðsmann barna um réttindi og skyldur, hvað má og hvað má ekki. Þú getur líka beðið um leiðbeiningar um hvert er best að leita eftir aðstoð eða meiri upplýsingum.

Þú getur líka skoðað spurningar sem aðrir hafa sent og svör umboðsmanns barna við þeim. Þeir sem vilja ekki að erindi þeirra sé birt á vefnum geta fengið persónuleg svör ef þeir senda tölvupóstfang með.

Lesa meira

Hvenær má ég hvað?

Eftir því sem börn eldast og þroskast mega þau hafa meiri áhrif á eigið líf en auk þess eykst ábyrgð þeirra. Hér er upptalning á almennum réttindum barna frá fæðingu til 18 ára aldurs. 

Stigvaxandi réttindum fylgir þó alltaf aukin ábyrgð. Hérna er líka listi þar sem sagt er frá þeim réttindum sem börn öðlast þegar þau verða 6, 10, 12, 13, 15, 16, 17 og 18 ára.

Lesa meira

Réttindi og ráðgjöf

Á síðunum hér undir er að finna upplýsingar um réttindi og skyldur barna, ábyrgð hinna fullorðnu, lög og helstu reglur sem gilda í ýmsum málaflokknum. Ef þig vantar aðstoð er líka bent á hverjir geta helst hjálpað þér. 

Helstu málaflokkarnir eru erfiðleikar í skólanum, skilnaður eða sambúðarslit foreldra, kynheilbrigði, fjármál, vímuefni, vinna, barnavernd og afbrot.

Lesa meira

Barnasáttmálinn

Barnasáttmálinn er mikilvægur samningur um réttindi barna. Hann á að tryggja öllum börnum og unglingum undir 18 ára aldri sérstök mannréttindi, óháð réttindum hinna fullorðnu. 

Í Barnasáttmálanum eru reglur um það hvernig eigi að koma fram við börn og hvernig eigi að passa upp á að börn og unglingar njóti alls þess sem þau þurfa til að vera hraust, ánægð, ábyrg og upplýst. 

Lesa meira

Viltu hafa áhrif?

Viltu hafa áhrif á skólann, fjölskylduna eða samfélagið yfirleitt? Til að bæta aðstæður barna og þjónustu við þau er lýðræðisleg þátttaka þeirra sjálfra mikilvæg. Það á hlusta á börn þegar þau segja hvað þeim finnst um það sem skiptir þau máli enda eru þau sjálf sérfræðingar í því að vera börn. 

Hérna getur þú kynnt þér þær formlegu leiðir sem þú getur notað til að hafa áhrif á samfélagið.

Lesa meira

Þarft þú aðstoð?

Stundum líður manni bara illa. Það er mikilvægt að fá skýringar á því sem maður skilur ekki og stuðning til að manni líði betur. Með því að tala um hlutina við einhvern fullorðinn sem maður treystir líður manni oftast betur.

Yfirleitt finnst fólki gott að ræða málin við einhvern sem það þekkir vel eins og t.d. einhvern úr fjölskyldunni. En stundum getur líka verið gott að tala við einhvern utanaðkomandi.

Lesa meira

Skólamál

Vantar þig upplýsingar um réttindi, ábyrgð og skyldur nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum?

Hér er fjallað um skólareglur og viðbrögð við brotum á þeim, samskipti nemenda og starfsfólks, ábyrgð foreldra, aðstoð í boði og margt fleira sem viðkemur starfi í grunnskólum og framhaldsskólum.

Lesa meira

Fjölskyldumál

Hverju ráða foreldrar og hvenær mega börn ráða sjálf eða hafa áhrif? Hvað breytist þegar foreldrar skilja eða slíta sambúð?

Hér er fjallað um ábyrgð, réttindi og skyldur foreldra og barna. Hér er líka útskýrt hvað hugtök eins og forsjá, umgengni og meðlag þýða.

Lesa meira

Hvað finnst þér?

Umboðsmaður barna vill vita hvað börn og unglingar eru að hugsa, hvernig þeim líður og hvað þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau og umhverfi þeirra. 

Það er því mikilvægt að börn og unglingar láti vita hvað þarf að laga í samfélaginu til þess að öll börn geti notið réttindi sinna. Umboðsmaður barna getur svo komið skoðunum barnanna áfram til þeirra sem ráða og setja lög og reglur.

Lesa meira

Ráðgjafarhópur

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hefur það hlutverk að vera ráðgefandi aðili fyrir embættið um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í íslensku samfélagi. Í hópnum eru unglingar á aldrinum 13 til 18 ára.

Hópurinn getur komið með tillögur að verkefnum eða málefnum sem hópurinn telur að umboðsmaður þyrfti að huga að.

Lesa meira

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna á að vinna að bættum hag barna og unglinga og gæta þess að tillit sé tekið til hagsmuna, þarfa og réttinda þeirra á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmaður vill heyra skoðanir ykkar og þið getið leitað til hans ef ykkur vantar upplýsingar um réttindi ykkar og hagsmunamál.

Hérna er útskýrt hvernig umboðsmaður barna vinnur og hvernig hann getur aðstoðað börn og unglinga.

Lesa meira