Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Kynningar- og námsefni um Barnasáttmálann

Réttindi mín – yngsta stig

Réttindi mín 0-7 ára

Þetta eru réttindi þín. Það eru sömu réttindi og annarra barna og unglinga í öllum heiminum.  Lestu, lærðu og ræddu um þau í skólanum, í félögum sem þú ert í og í vinahópnum.

Öll börn eru   
mikilvæg 
og líka ég.

Öll börn eiga rétt 
á sínu eigin nafni. 
Ég heiti:

Hnöttur

Ég á rétt á 
að vera með 
bæði mömmu 
og pabba.

Enginn má 
slá mig eða 
stríða mér.

Ég á rétt á 
að mér líði vel.

Ég á rétt á
að fá hjálp
þegar mér
líður illa.

 

Ég á rétt á
að segja
hvað mér
finnst.

Ég á rétt á 
að leika mér.

Ég á rétt á 
að fá að læra 
ótal margt 
í leikskólanum 
og í skólanum.

Þú og ég 
og öll önnur 
börn eiga rétt á 
að fá að lifa 
við öryggi.


Þetta eru Réttindi þín, bók um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, Barnasáttmálann.  Hann á við um öll börn og alla unglinga í heiminum. 

Barnasáttmálinn er um öll þau réttindi sem börn og unglingar eiga.  Öll börn í heiminum eru jafnmikils virði og eiga sömu réttindi. 

Sáttmáli er samkomulag milli ríkja.  Með því að skrifa undir sáttmálann, lofa ríkin að gera það sem í sáttmálanum stendur.  Hvert atriði sáttmálans er kallað grein. 

Flest ríki heimsins hafa skrifað undir Barnasáttmálann.  Íslendingar fullgiltu hann 28. október árið 1992 [og lögfestu árið 2013].

Barnasáttmálinn er í 54 greinum og við höfum valið nokkrar þeirra til að kynna í þessari bók. 

Það er mikilvægt að þú þekkir réttindi þín og að þú hjálpir til við að fræða öll börn um Barnasáttmálann. 

Þegar þú ert búin(n) að lesa bókina skaltu athuga hvernig málum er háttað í skólanum þínum, heima hjá þér og í bænum þínum eða sveitinni til þess að þú getir sjálf(ur) haft áhrif á þá sem stjórna.

 

© BARNkonventionsgruppen 1992 © Myndir: Andersson & Andersson Útlit: Andersson & Andersson, Gautaborg
Myndir: Gert Andersson © 1994 Íslensk þýðing: Vilborg Dagbjartsdóttir Ritstjórn íslensku útgáfunnar: Árný Elíasdóttir og Heimir Pálsson Öll réttindi áskilin
1. útgáfa 1994, 2. prentun 1994
Námsgagnastofnun og Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Umbrot og myndvinnsla: PRENTHÖNNUN HF
Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Prentað á endurunninn og visthæfan pappír.