Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna

Samkvæmt lögum um umboðsmann barna ber umboðsmanni að eiga virkt samráð við börn. Í því felst meðal annars að hafa hóp barna sér til ráðgjafar um þau málefni sem snúa að börnum í íslensku samfélagi. 

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna var stofnaður árið 2009 og hefur fjöldi barna tekið þátt í starfinu og þannig haft áhrif á réttindi barna í íslensku samfélagi. Þann 8. janúar 2019 var starf ráðgjafarhóps umboðsmanns barna bundið í lög sbr. lög nr. 148/2018 .

Embættið hyggst efla ráðgjafarhópinn og leitast við að styrkja umgjörð hans. Einnig á að tryggja að í hópnum starfi fjölbreyttur hópur barna af öllu landinu. 

Hlutverk ráðgjafarhópsins er meðal annars að:

  • veita umboðsmanni barna ráðgjöf um réttindi og hagsmuni barna og ungmenna
  • fást við einstaka verkefni í samstarfi við starfsmenn embættisins
  • vinna að fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að vitundarvakningu barna og ungmenna um réttindi þeirra
  • sækja fundi, ráðstefnur og aðra viðburði þar sem fjallað er um málefni barna

Ráðgjafarhópurinn árið 2023-2024

Radgjafarhopur_2023


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica