12. desember 2014

Tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 12. desember 2014.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um  tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna með tölvupósti  dags. 12. desember 2014.

Skoða tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

 

Allsherjar- og menntamálanefnd

Reykjavík, 12. desember 2014
UB:1412/4.1.1

 

Efni: Tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál.

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 27. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna.  

Umboðsmaður barna fagnar ofangreindri tillögu og vonar að hún verði samþykkt. Það voru mikil gleðitíðindi þegar Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur í febrúar 2013, sbr. lög nr. 19/2013. Mikilvægt er að fylgja lögfestingunni eftir með virkum hætti og fræða börn jafnt sem fullorðna um þau réttindi sem sáttmálinn hefur að geyma. Má í því sambandi benda á 42. gr. Barnasáttmálans sem leggur þá skyldu á ríkið að kynna sáttmálann víða með viðeigandi og virkum hætti, bæði fyrir börnum og fullorðnum. 

Umboðsmaður barna telur það mikilvægan lið í að auka þekkingu barna á réttindum sínum að gefa mannréttindafræðslu meira vægi í skólum landsins. Eins og fram kemur í athugasemdum með tillögunni fellur aukin áhersla á mannréttindi barna auk þess vel að markmiðum núgildandi skólalöggjafar og aðalnámskráa. Væri því vel við hæfi að afmælisdagur Barnasáttmálans yrði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins.

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðadóttir,
umboðsmaður barna


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica