19. janúar 2005

Frumvarp til almennra hegningarlaga um bann við limlestingu á kynfærum kvenna

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um bann við umskurði kvenna, 67. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður með bréfi, dagsettu 19. janúar 2005.

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 19. janúar 2005
Tilvísun: UB 0501/4.1.1

Efni: Frumvarp til almennra hegningarlaga, 67. mál, bann við limlestingu á kynfærum kvenna

Vísað er til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dagsett 14. desember 2004, þar sem óskað er eftir umsögn minni um ofangreint frumvarp.

Með bréfi til heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, dagsettu 6. september 2004, veitti umboðsmaður barna umsögn sína um frumvarp til laga um bann við umskurði kvenna, 198. mál. Fyrirliggjandi frumvarp er efnislega samhljóða því fyrra, þó ákvæðunum hafi nú verið fundinn staður í almennum hegningarlögum í stað sérrefsilaga áður. Í framangreindri umsögn var tekið heilshugar undir þær hugmyndir, er fram komu í frumvarpinu og mælt með því að það yrði samþykkt. Hér með er sú skoðun ítrekuð, en að öðru leyti vísað til meðfylgjandi umsagnar.

Virðingarfyllst,
Ingibjörg Rafnar

Meðfylgjandi:

Ljósrit umsagnar um frumvarp til laga um bann við umskurði kvenna, 198. mál


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica